Allt sem þú þarft að vita um fyrstu kaup á mannamáli
Áður en þú byrjar að skoða
Áður en þú byrjar að skoða íbúðir þá er mjög gott að vera búinn að athuga hvað þú hefur í höndunum til þess að kaupa eign. Bráðabirgðagreiðslumat er mjög gagnlegt til að sjá hvað þú getur keypt fyrir.
Að skoða íbúð
Þegar þú skoðar íbúð er mjög mikilvægt að vera vel undirbúin. Mikilvægt er að fá í hendurnar Söluyfirlit og yfirlýsingu húsfélags.
Í söluyfirliti eru upplýsingar um eignina sjálfa.
– Staðsetning, stærð, fasteignanúmer og byggingarár
– Fasteignamat, lóðamat og brunabótamat.
– Ástand eignar.
Yfirlýsing húsfélags gefur þér upplýsingar um eftirfarandi.
– Mánaðargjald húsfélags og staða hússjóðs
– hvað er innifalið í mánaðargjaldi húsfélags.
– yfirstandandi framkvæmdir og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Kauptilboðsgerð
Þegar þú hefur fundið íbúðina réttu íbúðina þá er næsta í stöðunni að gera kauptilboð.
Kauptilboð er bindandi og þess vegna er mikilvægt að vera alveg viss um að allar forsendur séu til staðar og þú sért fullviss um að vilja eignast íbúðina.
Bókaðu tíma með fasteignasalanum sem sér um söluna á eigninni.
Mikilvægt er að vera með allar upplýsingar klárar við kauptilboðsgerð.
– Kaupverð
– Með hvaða hætti greiðslur eru inntar af hendi.
– Hvað þú getur greitt mikinn pening við kaupsamning
– Upphæð láns sem tekið er.
– og upphæð við afsal, eðlilegast er að afsal sé greitt 45-60 dögum eftir afhendingu.
– Mikilvægt er að setja inn fyrirvara um fjármögnun og fyrirvara um að sjá yfirlýsingu húsfélags ef hún liggur ekki fyrir við kauptilboðsgerð.
Dæmi um greiðslur í kauptilboðsgerð miðað við 85% lán
kaupverð 35.000.000,-
Greitt með pening við kaupsamning = 4.250.000,-
Við undirritun kaupsamings með nýju láni sem greiðist út í kjölfar athugasemdalausrar þinglýsingar = 29.750.000,-
Greitt með pening við undirritun afsals 45 dögum eftir afhendingu = 1.000.000,-
Ef afhendingardagur er ekki á kaupsamningsdegi þá er eðlilegt líka að gera greiðslu sem er þá greidd við afhendingu eignarinnar.
Í kauptilboði undirritar þú einnig kostnað þinn við kaupin, Fyrstu kaupendur þurfa að greiða 0,4% af fasteignamati eignarinnar. Þess vegna er mikilvægt að vera búinn að gera ráð fyrir auka upphæð við kaupin.
Lána möguleikar
Það eru margar gerðir íbúðalána í boði. En auðvitað þarftu að hafa í huga nokkra hluti.
– Hversu mikið þú getur greitt af lánum
– hve langan tíma þú huggst greiða lánið upp.
-hversu hröð þú vilt að eignamyndun sé.
– og hvort þú viljir verðtryggt að óverðtryggt lán.
Hér linkur á síðu sem sýnir þér samanburð húsnæðislána
Lánatafla með öllum húsnæðislánum á íslandi ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum um lán.
https://aurbjorg.is/husnaedislan
Greiðslumat
Þegar kauptilboð hefur verið samþykkt þá þarft þú að fara í formlegt greiðslumat.
Þau atriði sem þurfa að vera til staðar þegar þú skilar inn greiðslumati.
– Undirritað kauptilboð af seljanda og kaupanda.
-söluyfirlit
Greiðslumat getur tekið allt að 3 vikur og þess vegna er mikilvægt að vera þolinmóð/ur
Kaupsamningur
Þegar búið er að samþykkja greiðslumat og lánveitingu þá er komið að því að fara í kaupsamning. Kaupsamningur er endanlegur samningur á milli kaupenda og seljanda.
Mikilvægt er að fara vandlega yfir kaupsamninginn með fasteignasala og ekki hika við að spurja ef það skyldi vera einhver vafaatriði því oft verða breytingar frá samþykktu kauptilboði.
Við kaupsamning fer fram fyrsta greiðsla eins og um var samin í kauptilboði.
Einnig fer fram greiðsla á þeim kostnaði við kaupin. Þess vegna er mikilvægt að vera vel upplýstur um þann kostnað.
Einnig er gott að vera upplýstur um hvenar afhending og afsal fer fram.
Afhending eignar
Við afhendingu eignar skaltu strax ganga úr skugga um að allt sé eins og samið var um og hafa samband við fasteignasala ef svo er ekki eða ef gallar kinna að vera á fasteigninni.
Afsal
Afsalið er lokauppgjör kaupanna. Eins og fyrr kom fram í textanum þá er afsal eðlilegast haldið sirka 45-60 dögum eftir afhendingu nema samið er um aðra dagsetningu. Við afsal er greidd lokagreiðsla en einnig fer fram kostnaðaruppgjör þar sem kostnaður sem fallið hefur á seljanda frá afhendingu fram að afsali er gerður upp. Þegar uppgjörinu er lokið og lokagreiðsla samkvæmt kaupsamningi hefur farið fram er gefið út afsal og þú orðinn 100% eigandi eignarinnar.
Mæli með að þú fyrstu kaupandi verðir búinn að upplýsa þig um hvað kostar að reka íbúð.
– húsnæðislán
– Fasteignagjöld
– Tryggingar
– húsfélag
– hiti og rafmagn
– internet
Að kaupa sína fyrstu íbúð er spennandi og skemmtilegt ferli.